top of page

MÁTTUR MEYJA OG MANNA

Máttur meyja og manna er hópur bæði flokksbundinna og óflokksbundinna íbúa Bolungarvíkur með brennandi áhuga á bæjarmálum. Við leggjum áherslu á umhverfismálin og það að gera Bolungarvík að einu samheldnu sveitarfélagi, þar sem allir taka þátt. Við erum stolt af okkar framlagi sem minnihlutastjórn á síðasta kjörtímabili og því sem við höfum lagt fram í samvinnu og samtali við meirihlutann. Nú leggjum við af stað inn í nýtt kjörtímabil með þá hugsjón að gera enn betur með ferskt og kraftmikið fólk í forystu.

MMM - Hópamynd.jpg

Máttur meyja og manna fékk 4 fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Bolungarvíkur í sveitarstjórnarkosningunum í maí 2022.

A1 Sigga Hulda - Einstaklingsmynd.jpg

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir

1. Sæti á lista MMM

A2 Magnús Ingi - Einstaklingsmynd.jpg

Magnús Ingi Jónsson

2. Sæti á lista MMM

A3 Ástrós - Einstaklingsmynd.jpg

Ástrós Þóra Valsdóttir

3. Sæti á lista MMM

A4 Olga Tabaka - Einstaklingsmynd.jpg

Olga Agata Tabaka

4. sæti á lista MMM

Takk fyrir okkur!

15. maí 2022

Við í MMM viljum skila þakklæti til ykkar allra kæru Bolvíkingar sem studdu okkur í kosningunum. Þessi stuðningur leiddi til sigurs K-lista Máttar meyja og manna og meirihluta næstu fjögur árin í bæjarstjórn Bolungarvíkur.
Er þetta sögulegur sigur, vegna þess að aldrei hefur mótframboð XD sigrað með meirihluta kosningu. Einnig er þetta í fyrsta skiptið sem Bolvíkingur með erlendan uppruna á sæti í Bæjarstjórn Bolungarvíkur.
Þetta verkefni tökum við af fullri alvöru og einlægum vilja til þess að gera alltaf það sem er best fyrir Bolungarvík.
Við hlökkum til næstu fjögurra ára þar sem samvinna og samtalið verður haft að leiðarljósi.
Frambjóðendur MMM í kosningum 2022

MMM - Hópamynd.jpg

Takk fyrir okkur

27 maí 2018

Ég vil fyrir hönd MMM - Máttar meyja og manna, þakka ykkur sem nýttuð atkvæðarétt ykkar og kusuð K-lista Máttar meyja og manna síðasta laugardag. Við erum þakklát fyrir ykkar stuðning og það traust þið sýnduð okkur. Síðustu vikur hafa verið lærdómsríkar og höfum við haft ánægju af því að tala við bæjarbúa um þau málefni sem eru í brennidepli. Með þau málefni í farteskinu förum við í það verkefni að taka þátt í stjórnun bæjarfélagsins næstu fjögur árin með samvinnu og samtali að leiðarljósi og vonandi fá raddir okkar hljómgrunn þó í minnihluta séum. Við erum í þjónustu við ykkur og hvetjum við ykkur Bolvíkinga til að vera ófeimin við að slá á þráðinn og vera í sambandi við okkur nýkjörna bæjarfulltrúa til að ræða um samfélagsmálefni - við erum alltaf til í samræður og hvað geti orðið samfélagi okkar til heilla.
Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir

32954313_10214877545565141_5984947570181406720_o.jpg
MMM - Efstu 5 - Hópamynd.jpg

Samvinna og samráð við íbúa

bottom of page