STEFÁN LÍNBERG HALLDÓRSSON
Stálsmiður hjá 3X Technology
Stefán Línberg Halldórsson situr í 13. sæti MMM.
Ég er fæddur og uppalinn hér í Bolungarvík hef búið hér í 27 ár. Ég er með sveinsprófs réttindi í stálsmíði frá menntaskólanum á Ísafirði. Stúdentspróf einnig frá Mí og er núna í vor að ljúka við meistararéttindi í stálsmíði. Ég starfa sem stálsmiður í 3X Technology á Ísafirði og er búinn að gera það seinustu 10 árin. Árin á undan því starfaði ég sem verkamaður í fiskmörkuðum og raun verið allatíð tengdur sjávarútvegsstéttinni.
Í slökkviliðinu hef ég staðið vaktina í 6 ár.
Mín helstu áherslumál eru uppbygging á fjölbreyttu atvinnulífi, vill sjá atvinnumöguleika fyrir alla, sama hvaða stöðu fólk er að leitast eftir. Ég vill reyna að sjá til þess að útlit bæjarins verði lagfært. Ég vill stuðla að eflingu slökkviliðsins og betrumbæta brunavarnar meðvitund.