HELGA JÓNSDÓTTIR
Deildarstjóri við Grunnskóla Bolungarvíkur
Helga Jónsdóttir vermir 8. sæti K-lista MMM.
Helga Jónsdóttir deildarstjóri við Grunnskóla Bolungarvíkur.
Ég bý með Guðmundi Ragnarssyni, eigum við 4 börn, eitt barnabarn og fleiri á leiðinni. Ég er grunnskólakennari að mennt og hef mjög lengi kennt við Grunnskóla Bolungarvíkur. Þar hef ég bæði verið umsjónarkennari, sérkennari og greinakennari. Núna er ég deildarstjóri stoðþjónustu skólans og kenni dönsku á unglingastigi. Mínir stærstu persónulegu sigrar eru að eiga aðeins eftir að toppa eitt fjallanna umhverfis Bolungarvík. Ég hef mikinn áhuga á velferðar- og menntamálum og hef starfað innan velferðarráðs. Fjölbreyttni í atvinnulífi og mannlífi í snyrtilegum bæ þar sem ríkir ábyrg fjármálstjórn og þjónusta við íbúana mætir þeirra þörfum. Þetta er það sem ég vil sjá í Bolungarvík framtíðarinnar