OLGA AGATA TABAKA
Stuðningsfulltrúi
Olga Agata Tabaka situr í 4. sæti K-lista MMM.
Olga Agata Tabaka, gift Gunnlaugi Gunnlaugsyni og saman eigum við einn dreng. Kom til Bolungarvik frá Póllandi 2013. Ég hef unnið í grunnskólanum siðan 2016 sem stuðningsfulltrúi á yngsta stigi og kenni listir í heilsuskólanum. Á æskuárum mínum æfði ég dans, fótbolta, leiklist og spilaði tölvuleiki. Ég hef gaman af því að læra nýja hluti. Ég fagna nýjum áskorunum og reyna gera mitt besta í öllu sem ég tek mér fyrir hendi þar sem ég set miklar kröfur á sjálfan mig. Allir sem þekkja mig vita að ég fæddist til að baka. Ég nýt þess að ferðast, lesa bækur, spila borðspil, stunda íþróttir, hitta fólk og auðvitað að borða góðann mat. #ÉgTreystiEkkiFólkiðSemBorðaEkkiSúkkulaði.
Það er alltaf gott að gera góðverk. Er með nokkur lífsmottó eins og t.d. ,,Þú getur gert allt ef þú vilt’’ eða ,,there is no limit to what you can achieve’.
Mitt markmið er að brúa bilið í fjölmenningarsamfélaginu Bolungarvík, styrkja umgjörðina fyrir tómstundarstörf á svæðinu og finna leiðir til að styrkja námsaðstöðu í bænum sem gæti nýst einstaklingum á öllum skólastigum.