GUÐFINNUR RAGNAR JÓHANNSSON
Vélfræðingur hjá Orkubúi Vestfjarða
Guðfinnur Ragnar Jóhannsson situr í 5. sæti K-lista MMM.
Ég er 23 ára Strandamaður sem flutti vestur frá Hólmavík haustið 2013. Hér lauk ég 10. bekk og hélt svo áfram til náms í Menntaskólanum á Ísafirði og þaðan í áframhaldandi nám í Vélskóla Íslands. Ég er menntaður vélfræðingur, með sveinspróf í vélvirkjun ásamt því að vera búinn að bæta við mig rafvirkjanum. Ég starfa hjá Orkubúi Vestfjarða sem vélfræðingur og er á námssamningi í rafvirkjun. Áhugamálin eru fjölbreytt en þar má helst nefna björgunarsveitarmál, en ég hef verið í björgunarsveit síðan ég hafði aldur til og hef síðustu ár verið umsjónarmaður unglingardeildarinnar. Mín aðal áherslumál eru atvinnu-, skipulags og samgöngumál en einnig vil ég stuðla að betri ásýnd bæjarins. Ég vil stefna að góðri samvinnu milli flokka, því ég trúi því að við séum öll að reyna gera það besta fyrir Bolungarvík.