top of page
MONIKA GAWEK
Stuðningsfulltrúi
Monika Gawek skipar 7. sæti K-lista MMM
Monika Gawek, fædd í Póllandi en hef búið í Bolungarvík síðan 2001. Ég starfa sem stuðningsfulltrúi með fötluðum og hef gert í 12 ár. Gift Krzysztof Mazur, sjómanni og eigum við tvö börn saman. Ég hef gaman af því að ferðast, kynnast nýju fólki og njóta tímans með fjölskyldu minni. Ég sat í fræðslu- og æskulýðsráði á síðasta kjörtímabili og er það málaflokkur sem ég hef mikinn áhuga á, ásamt íþróttamálum. Ég mun gera mitt besta svo að allir í Bolungarvík, sama hvaða uppruna þau hafa, séu og verði ánægðir í okkar bæjarfélagi.
bottom of page