ÁSTRÓS ÞÓRA VALSDÓTTIR
Leikskólakennari
Ástrós Þóra Valsdóttir situr í 3. sæti á K-lista MMM
Ég er 27. ára gömul og er gift Magnúsi Traustasyni. Saman eigum við þrjú börn. Ég er fædd og uppalin á Suðureyri við Súgandafjörð. Árið 2017 flutti fjölskyldan til Bolungarvíkur. Sama ár útskrifast ég með B.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum og svo árið 2021 með m.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum með áherslu á mál og læsi. Ég starfa sem deildastjóri á leikskólanum Glaðheimar í Bolungarvík. Helstu áhugamál mín eru samvera með fjölskyldu og vinum, að ferðast og ýmiskonar hreyfing. Það sem ég brenn fyrir eru málefni barna og ungmenna, hvort sem um ræðir nám, líðan eða tómstundir. Ég vil leggja áherslu á samheldnari fjölmenningarsamfélag hér í Bolungarvík og ég tel að ein leiðin til þess sé aukinn stuðningur nýrra íbúa við að læra íslensku svo að auðveldara verði fyrir þau að verða virkir þátttakendur í þessu dýrmæta samfélagi hér í Bolungarvík. Að sama skapi eru umhverfismál mér ofarlega í huga. Í rauninni er mjög margt sem vekur áhuga minn þessa dagana enda er ég ný á þessu sviði og læri meira með hverjum deginum í gegnum samræður við íbúa.