top of page

Hjörtur Traustason

SORPBRENNSLUSTÖÐ Í BOLUNGARVÍK?

Mér finnst ekki gaman að lesa en þetta finnst mér áhugaverð lesning. Förgun sorps á umhverfisvænan og orkuskapandi hátt, þetta þarf að skoða vel og helst framkvæma. Með þessu gætum við sem eigum heima hér vonandi fengið nóg og mikið meira en nóg af heitu vatni sem kæmi frá þessari stöð. Gert er ráð fyrir að Vestfjarðastöðin geti meðhöndlað 80–100 þúsund tonn af heimilissorpi og öðrum úrgangi árlega. Miðað við förgun á 80 þúsund tonnum á ári yrði rafmagnsframleiðsla um 60 gígawattstundir á ári og hitaorka (heitt vatn) um 164 gígawattstundir. Er afl hennar sem orkuvers því um 7,5 MW raforka og 23 MW varmaorka (heitt vatn), samtals um 30 MW. 
Ég vill fá alla í umræðuna, með og á móti, kosti og galla en umfram allt umræðu. Þetta eru störf og auknar tekjur fyrir Bolungarvík og við verðum að skoða þennan möguleika með kostum og göllum.

Hjörtur Traustason skipar annað sæti á K-lista Máttar meyja og manna í Bolungarvík. 

bottom of page